Stjórnarfundi FIBA Europe er lokið og vou nokkur stór mál á dagskrá fundarins. Samkvæmt Hannesi Jónssyni stjórnanrmanni voru tvö atriði sem stóðu uppúr fyrir hann. Fyrst var það verkefni sem Ólafur Rafnsson heitinn hóf fyrir fjórum árum að auka fjárhagslegan stuðnings til aðildar landanna á næstu tveimur árum. Sú vinna er að skila sér og á næsta ári munu aðildarlöndin fá 7000 Evrur á hvert lið sem sent er í Evrópukeppni yngri landsliða og allt að 40.000 Evrur í útbreyðslustyrk. KKí gæti þá fengið allt að 75.000 Evrur (um 11 milljónir ISK) á næsta ári frá FIBA. Vissulega risastórt skref þar sem þessi tala var núll fyrir nokkrum árum.
Á fundinum var svo einnig ákveðið hvert við Íslendingar munum halda á næsta Eurobasket sem haldið er 2017. Eurobasket tókst það vel í haust á fjórum stöðum að ákveðið var að halda sig við það fyrirkomulag og mun keppnin fara fram í Finnlandi (Helsinki) , Rúmeníu (Cluj), Ísrael (Tel Aviv) og svo Tyrklandi (Istanbul) þar sem einnig verða úrslitin líkt og í Frakklandi í sumar.



