Eurobasket 2017 hefst eftir einungis 6 daga og má segja að eftirvæntingin sé farin að gera vart um sig hjá stuðningsmönnum og öllum í kringum íslenska landsliðið.
Mest er talið að um 2000 stuðningsmenn verði á staðnum í Helsinki til að fylgjast með leikjum liðsins á meðan mótinu stendur. Fyrir þá sem ekki komast til Helsinki mun Ríkisútvarpið sýna alla leiki Íslands í beinni og gott betur en það.
FIBA hefur gefið út app fyrir Eurobasket 2017 fyrir stuðningsmennina sem vilja ekki missa af neinu. Í appinu er hægt að fylgjast með uppáhalds- liðunum sínum og leikmönnum sérstaklega. Auk þess verða öll úrslit og leikjaplan gefið út í appið.
Þetta er því algjört lykilatriði fyrir stuðningsmenn Íslands hvort sem það er í Helsinki eða við skjáinn á Íslandi að ná í appið og vera með puttan á púlsinum.
Hér má sækja appið fyrir IOS/Apple síma eða snjalltæki.
Hér má sækja appið fyrir Android stýrikerfi.