Íslenska landsliðið er á lokametrum í undirbúningi sínum fyrir lokamót EuroBasket sem rúllar af stað nú í lok mánaðar. Liðið heldur af landi brott komandi fimmtudag til Litháen, þar sem þeir munu mæta heimamönnum á föstudag, en þaðan mun liðið svo ferðast til Katowice í Póllandi þar sem lokamót EuroBasket mun fara fram.
Liðið hefur verið við æfingar á Íslandi síðustu vikur ásamt því að hafa ferðast í fjóra æfingaleiki, tvo á Ítalíu og tvo í Portúgal.
Búið er að tilkynna hvaða 12 leikmenn það verða sem fara á lokamótið, en það verða þeir sömu og leika gegn Litháen komandi föstudag.
Hér má sjá 12 leikmanna hóp Íslands á EuroBasket 2025
Karfan kom við á æfingu hjá liðinu í Ásgarði í gær og ræddi við Hilmar Smára Henningsson um það frábæra ár sem hann er að eiga, samkeppnina innan íslenska liðsins, hvaða hluti hann hafi sett áherslu á í sumar og eftirvæntinguna fyrir lokamótið.



