Karfan.is óskar eftir áhugasömum einstaklingum til þess að slást í för með okkur í körfuboltaævintýrinu mikla. Hvort heldur þá með pennan, ljósmyndavélina, Snapchat eða videovélina að vopni verður þér tekið opnum örmum í byrjunarlið Karfan.is.
Vefsíðan arkar sinn gang með myndarlegu framlagi landið um kring af áhugasömu körfufólki. Ef þetta er eitthvað sem gæti átt við þig settu þig þá endilega í samband við okkur á [email protected]
*Tekið skal fram að um sjálfboðaliðastarfsemi er að ræða en hér er einnig hægt fyrir þá sem vilja að ná sér í eins mikla reynslu af miðlun og þeir vilja.



