Íslenska landsliðið mun komandi fimmtudag 28. ágúst hefja leik á lokamóti EuroBasket 2025 í Katowice í Póllandi.
Margir stuðningsmenn liðsins eru á leiðinni með til Póllands til þess að styðja liðið, en mótið er þriðja lokamótið sem liðið kemst á á síðustu tíu árum og myndast hefur hefð fyrir að liðið sé vel stutt þrátt fyrir að oft séu íslenskir aðdáendur að koma langt að til þess.
Á samfélagsmiðlinum Facebook er hópur sem á að halda utan um þá er eru á leiðinni til Katowice. Þar sem mikilvægar upplýsingar koma fram, miðar eru seldir og margt fleira.
Hérna er hópurinn Ferðagrúppa fyrir Eurobasket 2025
Karfan hvetur stuðningsmenn liðsins til þess að ganga í hópinn, en síðustu skilaboð KKÍ inni í honum varða Íslendingastaði og Fan Zone sem verða í borginni á meðan móti stendur. Hér fyrir neðan má sjá færsluna.


Upplýsingar fyrir stuðningsmenn Íslands sem verða í Katowice ![]()
Íslendingastaðurinn sem við hittumst á fyrir leiki eru í rauninni tveir staðir sem eru staðsettir hlið við hlið á Mariacka götunni sem er eitt skemmtilegasta svæðið í borginni.
Staðirnir heita Greenpoint og Piwiarnia Mariacka og eru í um 15 mínútna göngufjarlægð frá leikvanginum.
Fan Zone verður fyrir utan höllina þar sem allir stuðningsmenn landsliða á EuroBasket geta komið saman.
Bendum fólki á Goggle og Tripadvisor til að finna áhugaverða veitingastaði og ekki vitlaust að bóka borð en mikill fjöldi verður í borginni á meðan EuroBasket fer fram. Einnig eru söfn og allskyns ferðir í boði.
Hlökkum til að sjá ykkur í Katowice ![]()
![]()
![]()



