spot_img
HomeFréttirErt þú 18 til 45 ára karlmaður sem keppt hefur í íþróttum?

Ert þú 18 til 45 ára karlmaður sem keppt hefur í íþróttum?

Karfan vill hvetja alla karlmenn sem keppa í íþróttum til þess að taka þátt í þessari könnun á heilahristingum og þeim afleiðingum sem þeir kunna að valda.

Að baki rannsókninni sem könnunin er hluti að standa sálfræðingurinn Hafrún Kristjánsdóttir, taugasálfræðingurinn María K. Jónsdóttir og innkirtlalæknirinn Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, en þær hafa frá árinu 2018 einnig rannsakað heilahristinga hjá konum í íþróttum. Í þeirri rannsókn hefur þátttaka verið góð, en ekki er talið hægt að yfirfæra niðurstöður á milli karla og kvenna og því mun þessi hliðstæða rannsón einnig fara fram.

Rannsakendur vilja biðja íþróttamenn sem eru á aldrinum 18 – 45 ára og keppa, eða kepptu, í efstu deildum handbolta, fótbolta og körfubolta, í efstu deild í íshokkí eða á íslandsmóti í karate, boxi eða MMA að taka þátt í þessum fyrsta hluta rannsóknarinnar sem tekur aðeins 10 mínútur, en hluti þeirra er svara verður svo kallaður til í frekara viðtal.

Hérna er hlekkur á könnunina

Rannsóknin er samþykkt af Vísindasiðanefnd og m.a. styrkt af Rannís.

Mikilvægt er að hlekkurinn fari sem víðast og sem flestir svari svo hægt sé að bera saman karla og konur.

Fréttir
- Auglýsing -