Lokahóf yngri flokka í Njarðvík fór fram í gær þar sem Snjólfur Marel Stefánsson hlaut Elfarsbikarinn og Erna Freydís Traustadóttir hlaut Áslaugarbikarinn.
Áslaugar- og Elfarbikarinn eru jafnan afhentir efnilegustu leikmönnum félagsins á yngriflokka aldri og þeim sem eru fyrirmyndir fyrir yngri leikmenn utan sem innan vallar. Bæði Áslaug og Elfar heitin voru virk í starfi félagsins og voru fulltrúar frá fjölskyldum þeirra sem sem afhentu bikarana við lokahófið. Áslaugarbikarinn afhenti Elína María Óladóttir systir Áslaugar og feðgarnir Jón Þór Elfarsson og Elfar Þór Jónsson afhentu Elfarsbikarinn sem nú hefur verið afhentur í rúman aldarfjórðung í Njarðvík.
Nánar má lesa um lokahóf yngri flokka í Njarðvík hér