spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild kvennaErna leggur skóna á hilluna "Ég geng sátt frá borði"

Erna leggur skóna á hilluna “Ég geng sátt frá borði”

Fyrirliði Keflavíkur í úrvalsdeild kvenna Erna Hákonardóttir hefur lagt skóna á hilluna. Staðfestir hún það í samtali við Körfuna fyrr í dag.

Erna, sem er 27 ára gömul, kom upp úr yngri flokkum Keflavíkur en skipti ung yfir til Njarðvíkur 2011. Með þeim vann hún bæði bikar og Íslandsmeistaratitil 2012. Þaðan skipti hún yfir til Snæfell tímabilið 2015-16, þar sem hún vann Íslandsmeistartitilinn og bikarinn aftur. Tímabilið eftir fer hún svo aftur í Keflavík, þar sem hún vinnur einnig Íslands og bikarmeistartitil 2017, en bikarmeistaratitilinn vörðu þær svo 2018.

Samkvæmt Ernu mun hún vera að leggja skóna á hilluna til þess að hún geti tileinkað tíma sínum fjölskyldunni. Enn frekar segir hún Þetta er mjög tímafrekt sport og ég fann það á síðasta tímabili, sem var langt og strembið að núna væri komin tími á segja þetta gott. Þetta hefur verið geggjaður tími í boltanum og ég geng sátt frá borði”

Karfan vill nota tækifærið og hrósa henni fyrir góðan feril og óska henni velfarnaðar í því sem að hún tekur sér fyrir hendur í framtíðinni.

Fréttir
- Auglýsing -