spot_img
HomeFréttirErlendur funheitur í Smáranum

Erlendur funheitur í Smáranum

Blikar og FSu buðu upp á fjörugan leik í Smáranum í kvöld. Framan af voru heimamenn í Kópavogi við stýrið en FSu lét ekki stinga sig af og reyndust sterkari á endasrettinum. Lokatölur 81-91 fyrir gestina frá Iðu sem unnu sinn annan deildarsigur á tímabilinu. Eftir kvöldið eru Blikar í og FSu jöfn í 5.-6. sæti deildarinnar með 4 stig. Erlendur Ágúst Stefánsson setti þristamet í deildinni þetta tímabilið með 7 þrista í leiknum!
 
 
Breiðablik var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddi 43-28 í lekhléi. Egill Vignisson og Pálmi Geir Jónsson voru að láta vel til sín taka í liði Blika á meðan lítill broddur var að sama skapi í sleggju eins og Pryor í liði gestanna.
 
Í síðari háflleik æstust leikar til muna, liðin skiptust á að raða niður þristunum og Erlendur Ágúst Stefánsson snögghitnaði, kappinn með 7 af 12 þristum í kvöld en 7 þristar í einum og sama leiknum er met á tímabilinu í 1. deild karla. Hlynur Hreinsson kom einnig með góðar rispur hjá FSu og þá var Ari Gylfason hættulegur sem fyrr en gestirnir frá Selfossi settu alls 12 þrista yfir Blika í kvöld.
 
Collin Pryor óx ásmegin með hverri mínútu í síðari hálfleik og þegar til kastanna kom fóru Blikar ekki nægilega vel með færin sín. Bæði lið reyndu fyrir sér með svæðisvarnir en það virtist hafa sýnu meiri áhrif á Blika og á endasprettinum hafði gestunum tekist að fá nægilegt hikst í aðgerðir heimamann til að hrifsa til sín stigin.
 
Fjörlegur leikur og veglegt framlag úr ýmsum áttum í ranni beggja liða sem klárlega munu blanda sér í baráttuna í úrslitakeppninni en í ár fæst ekki betur séð en að keppnin í 1. deild verði bæði afar jöfn og hörð.
 
 
  
Fréttir
- Auglýsing -