spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaErlendir leikmenn skulu hafa "skapað sér heimili til framtíðar í landinu" til...

Erlendir leikmenn skulu hafa “skapað sér heimili til framtíðar í landinu” til þess að falla undir þriggja ára regluna

Körfuknattleikssamband Íslands sendi í dag tölvupóst á alla formenn félaga á Íslandi þar sem að reglur um erlenda leikmenn voru betur skilgreindar og þá sér í lagi þær er vísa til þriggja ára reglunnar. Áréttað var í tölvupóstinum að til þess að geta leikið sem íslenskur ríkisborgari í deildinni þarf leikmaður að hafa átt samfellda búsetu á Íslandi í þrjú ár. Sérstaklega er tekið fram að reglan gildi ekki fyrir erlenda leikmenn sem hafa leikið með erlendum félagsliðum á þessu þriggja ára tímabili, þó svo þeir hafi verið skráðir í íslenska þjóðskrá á tímabilinu og að hún sé ætluð fyrir þá sem hafa skapað sér heimili til framtíðar í landinu.

Tekur þetta af vafa um skilgreiningu reglunnar, en mikið hafði verið rætt og ritað síðustu misseri um leikmenn sem gleymdist að skrá úr landinu þegar þeir yfirgáfu félag sitt á Íslandi á síðustu árum og hvort þeir væru gjaldgengir inn í þessa þriggja ára reglu.

Frekar má lesa um reglur um erlenda leikmenn í 15. grein reglugerðar um körfuknattleiksmót hér

Mynd / Framlagshæsti leikmaður deildarinnar á síðasta tímabili Everage Richardson er einn þeirra leikmanna sem lék sem íslenskur leikmaður á síðasta tímabili

Fréttir
- Auglýsing -