spot_img
HomeFréttirErik lofar Fraser og Erlend í bak og fyrir

Erik lofar Fraser og Erlend í bak og fyrir

Erlendur Ágúst Stefánsson og Fraser Malcom voru kynntir til leiks á dögunum í Black Hills State háskólanum í Bandaríkjunum en síðasta verk þeirra félaga var að liðsinna FSu við að vinna 1. deildina eftir oddaleik gegn Hamri. Skarð fyrir skyldi hjá FSu að sjá á eftir þessum tveimur öflugu köppum og sagði Erik Olson þjálfari FSu að klúbburinn væri afar stoltur af þessum tveimur ungu mönnum.

 

„Báðir eru þeir að fara inn í „prógramm“ sem á sér mikla sögu um góðan árangur. Eins fá þeir nýjan þjálfara sem á dögunum var ráðinn til skólans og hann vill strax láta vel til sín taka með því að bæta ungum og áhugasömum leikmönnum við hópinn sinn,“ sagði Erik í samtali við Karfan.is. 

„Strákarnir munu spila í einni af topp deildum 2. deildar í háskólaboltanum og heimavöllur þeirra er þekktur fyrir eina mestu aðsóknina í deildinni. Ég er afar ánægður fyrir hönd beggja leikmanna en þeir komu báðir til FSu sem mjög efnilegir strákar og fjárfestu öllu sínu í því sem við viljum gera hér sem klúbbur og akademía. Fraser og Erlendur voru með réttu nálgunina, vilja til þess að ná langt og það var lykilatriði sem tryggði þeim þennan skólastyrk,“ sagði Erik sem vonaðist til þess að ferð þeirra Erlendar og Frasers yrði vel til þess fallin að blása byr í segl annarra og jafnvel yngri leikmanna. 

Hér má sjá þær tvær fréttir sem Black Hills gerði um þá Erlend og Fraser er þeir tilkynntu þá sem nýja leikmenn:

http://bhsuathletics.com/sports/mbkb/2014-15/releases/201505122jrnxr 

http://bhsuathletics.com/sports/mbkb/2014-15/releases/201504216u0ve6

Mynd/ [email protected] – Erlendur með FSu í úrslitakeppni 1. deildar á síðustu leiktíð.

Fréttir
- Auglýsing -