Njarðvík hefur samið við miðherjann Erik Katenda um að leika með liðinu í Dominos deild karla. Á sama tíma hefur félagið ákveðið að semja ekki við Tevin Falzon, sem hefur verið á reynslu hjá félaginu síðustu vikur.
Katenda ætti að vera stuðningsmönnum félagsins kunnur þar sem hann lék með þeim á síðasta tímabili, en þá skilaði hann 11 stigum og 8 fráköstum að meðaltali í leik.
Katenda er kominn með leikheimild með liðinu og verður hann því löglegur með þeim í næsta leik, sem er gegn toppliði Stjörnunnar í MGH komandi föstudag.



