spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaErfitt kvöld Íslandsmeistara Stjörnunnar í Sláturhúsinu

Erfitt kvöld Íslandsmeistara Stjörnunnar í Sláturhúsinu

Keflavík hafði betur gegn Íslandsmeisturum Stjörnunnar í Blue höllinni í kvöld í þriðju umferð Bónus deildar karla, 92-71.

Eftir leikinn hefur Keflavík unnið tvo leiki og tapað einum á meðan Stjarnan er aðeins með einn sigur í sínum fyrstu þremur leikjum.

Leikur kvöldsins var nokkuð jafn og spennandi á upphafsmínútunum, en í öðrum leikhlutanum ná heimamenn góðum tökum og fara með 9 stiga forskot til búningsherbergja í hálfelik.

Í seinni hálfleiknum gaf Keflavík svo forystuna ekki eftir. Stjörnumenn gerðu sig líklega til að gera leikinn aftur spennandi í þriðja leikhlutanum, en þegar leið á seinni hálfleikinn varð það ljóst að heimamenn myndu ekki láta þennan sigur af hendi. Á lokamínútunum bæta þeir svo aðeins í og fara að lokum með gífurlega öruggan 21 stigs sigur af hólmi, 92-71.

Stigahæstir fyrir Keflavík í leiknum voru Darryl Morsell með 21 stig og Jaka Brodnik var honum næstur með 18 stig.

Fyrir Stjörnuna var stigahæstur Orri Gunnarsson með 22 stig og nýr leikmaður þeirra Seth LeDay bætti við 11 stigum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -