spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2023Erfitt hjá Íslandi gegn sterku liði Spánar

Erfitt hjá Íslandi gegn sterku liði Spánar

Íslenska landsliðið mátti þola nokkuð stórt tap fyrir Spáni í Huelva í undankeppni EuroBasket 2023 í kvöld, 120-54. Eftir leikinn er Spánn í efsta sæti riðilsins með þrjá sigra eftir fyrstu þrjá leikina á meðan að Ísland vermir botnsætið með þrjú töp í jafn mörgum leikjum.

Líkt og tölurnar gefa til kynna var um nokkuð ójafnan leik að ræða í kvöld. Strax í fyrsta leikhluta sýndi spænska liðið mátt sinn og megin, en eftir fjórðunginn leiddu þær með 24 stigum, 32-8. Undir lok fyrri hálfleiksins lát þær svo kné fylgja kviði og eru komnir með virkilega þægilega 43 stiga forystu þegar að liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 59-16.

Íslenska liðið tekur svo aðeins við sér sóknarlega í upphafi seinni hálfleiksins. Ná að setja 25 stig í þriðja leikhlutanum, sem Spánn vinnu þó samt og eru þær 50 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 91-41. Í honum gera þær svo nóg til þess að sigla að lokum mjög svo öruggum 66 stiga sigur í höfn, 120-54.

Atkvæðamest fyrir Ísland í leiknum var Hildur Björg Kjartansdóttir með 13 stig og 5 fráköst. Henni næst var Sara Rún Hinriksdóttir með 16 stig og 3 stoðsendingar. Þá var Tinna Guðrún Alexandersdóttir spræk í frumraun sinni fyrir landsliðið og skilaði 9 stigum á 11 mínútum spiluðum í leiknum.

Seinni leikur liðsins er svo heimaleikur komandi sunnudag 27. nóvember kl. 16:30. Miðasala er í fullum gangi á leikinn inni á Stubb, en fyrir þá sem komast ekki verður hann einnig í beinni útsendingu á RÚV.

Tölfræði leiks

Myndasafn

Upptaka af leiknum:

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -