spot_img
HomeFréttirErfitt fyrsta tap á Evrópumótinu gegn Danmörku

Erfitt fyrsta tap á Evrópumótinu gegn Danmörku

Undir 16 ára lið Íslands leikur þessa dagana á evrópumótinu í Podogorica í Svartfjallalandi. Ísland leikur í C-riðli með heimamönnum frá Svartfjallalandi, Danmörku, Sviss, Úkraínu og Hvíta-Rússlandi.

Hafði liðið sigrað alla leiki sína á mótinu áður en þeir töpuðu nokkuð stórt fyrir Danmörku nú í dag, 51-83.

Jafnræði var á með liðunum í upphafi, þar sem þau voru hnífjöfn eftir fyrsta leikhluta 14-14. Undir lok fyrri hálfleiksins sýndu Danir þó hvað í þeim bjó. Unnu annan leikhlutann nokkuð örugglega, 13-27 og fóru því með 14 stiga forskot til búningsherbergja í hálfleik.

Í seinni hálfleiknum reyndu íslensku strákarnir allt hvað þeir gátu til þess að halda í við annars hæfileikaríkt lið Danmerkur, en allt kom fyrir ekki. Danmörk sigldi nokkuð þægilegum 32 stiga sigri í höfn, 51-83.

Alexander Knudsen var atkvæðamestur í íslenska liðinu í dag. Á tæpum 24 mínútum spiluðum skilaði hann 12 stigum og 5 fráköstum.

Tölfræði leiks

Upptaka af leiknum

Fréttir
- Auglýsing -