spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaErfiður þriðji leikhluti nýliðunum að falli gegn Íslandsmeisturunum

Erfiður þriðji leikhluti nýliðunum að falli gegn Íslandsmeisturunum

Íslandsmeistarar Hauka höfðu betur gegn nýliðum KR á Meistaravöllum í kvöld í 2. umferð Bónus deildar kvenna, 92-70.

Það sem af er hefur KR því unnið einn leik og tapað einum á meðan Haukar hafa unnið fyrstu tvo leiki sína.

Leikur kvöldsins var nokkuð jafn og spennandi í fyrri hálfleiknum. Haukar voru aðeins stigi yfir eftir fyrsta leikhluta og þremur á undan þegar liðin héldu til búningsherbergja, 37-40.

Haukar ná svo góðum tökum á leiknum í upphafi seinni hálfleiksins. Ná betur að hafa gætur á Molly Kaiser leikmanni KR, sem hafði verið frábær í fyrri hálfleiknum, og þá fá þær nokkra þrista til að detta. Uppskera þægilega 14 stiga forystu fyrir lokaleikhlutann. Í honum bæta þær svo aðeins í. Heimakonur ná aldrei að komast aftur í takt og er niðurstaðan að lokum öruggur sigur Hauka, 92-70.

Stigahæstar fyrir Hauka í leiknum voru Krystal-Jade Freeman með 24 stig og Amandine Toi með 18 stig.

Fyrir KR var Molly Kaiser með 24 stig og nýr leikmaður þeirra Eve Braslis bætti við 14 stigum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -