spot_img
HomeFréttirErfiður sigur hjá KR (Umfjöllun)

Erfiður sigur hjá KR (Umfjöllun)

22:37

{mosimage}

(Pálmi Freyr sækir að körfu Snæfells í kvöld)

Snæfellingar mættu í DHL höllina í kvöld og voru án þjálfarans og fyrirliðans Hlyns Bæringssonar sem stjórnaði sínum mönnum í borgaralegum klæðum af bekknum vegna tognunar í læri. Stórt hak í liði Snæfells sem var að mæta sterku liði KR. Dómarar kvöldsins voru þeir eldsnöggu á fyrsta skrefi Sigmundur Már Herbertsson og Kristinn Óskarsson og þétt setið í húsinu. Eitthvað áttu KR-ingar erfitt með Snæfell sem sýnir kannski að þeir eru ekki alveg óbrjótanlegir en sigruðu samt 91-80.

Leikurinn byrjaði heldur vandræðalega fyrir Snæfell þar sem KR pressaði stíft og komust þeir í 7-0 þar sem Snæfell komst ekki yfir miðju fyrstu mínútuna. Allt leit út fyrr að KR væri með snöruna tilbúna og slátrun á leiðinni. Hlynur tók tíma og spjallaði um lausnir fyrir sína menn. KR voru að spila hraðar sóknir og stjórnuðu algjörlega leiknum og voru komnir í 26-10 þegar 2 mín voru eftir af 1.hluta. Snæfellingar lögðust þó ekki alveg saman en staðan eftir 1. hluta var 30-17 fyrir KR. Snæfell hafði tapað boltanum 9 sinnum í þessum hluta eftir massapressu KR-inga.

Eitthvað virtist KR gefa eftir þegar Snæfell komst nær 36-27 og voru skotin ekki að rata og eilítið gefið eftir sprettinn úr fyrsta hlutanum. Það virtist ekki há Jason Dourisseau að troða með tilþifum. Snæfellingar stilltu uppí 3-2 vörn og freistuðu þess að ná nokkrum stoppum. Bæði lið voru að stilla upp sínum sóknarleik ágætlega og voru Snæfellingar að hanga 10-14 stigum á eftir og ætluðu ekki að gefa KR færi á slátrun í fyrri hlutanum. KR leiddi þó leikinn 53-42 og var Jón Arnór manna sprækastur með 15 stig, 6 fráköst og 8 stoðsendingar og margar þeirra glæsilegar. Jason var með 9 stig. Hjá Snæfelli var Sigurður Þorvalds með 12 stig og 7 frák. og Magni Hafsteins með 9 stig.

Jason átti sína aðra troðslu þegar þriðji hluti var rétt byrjaður en KR átti bara skal ég ykkur segja í nettu basli með Snæfellinga sem komust nær 57-51 og virkuðu Snæfellingarnir einbeittari og skipulagðari. Ekki skal þó taka það af KR að ef þeir ætla að refsa þá refsa þeir og þegar á þurfti að halda þá settu þeir í annan gír og komust lengra frá Snæfelli og fóru í 16 stiga forskot. Það var nú samt með skipulagðri 3-2 vörn sem Snæfell náði ennþá að stríða KR og má segja að þeir hafi bara verið að spila vel á móti stjörnuliði KR og náðu niður í 10 stiga mun fyrir lokaátökin en staðan fyrir 4. hluta 73-63 fyrir KR sem urðu að vera meira sannfærandi ef ekki átti illa að fara.

{mosimage}

Kristján Andrésson átti fyrstu 3 stig Snæfells og leikhlutinn hófst 73-66 og svo bætti Siggi tveimur stigum úr víti við. Jón Ólafur lét ekki þar við sitja og setti tvö stig og vörnin hélt hjá Snæfelli sem voru búnir að skora fyrtsu 7 stigin og komnir nær 73-70 þegar Benni tók leikhlé til viðræðna. Þegar KR leiddi með 1 stigs mun 78-77 voru heldur betur straumar sem fóru um Snæfellinga sem sýndu massa leik og gáfu KR ekkert sem hittu illa. Snæfellingar voru samt sjálfir að erfiða í sókninni og komust ekki yfir þrátt fyrir tilraunir. Þetta er kannski eitthvað sem gefur öðrum liðum von að koma í heimsókn í Vesturbæinn. Siggi Þorvalds stoppaði Jón Arnór í spjaldið sem voru tilþrif mikil. Helgi fékk sína 5. villu þegar 1:45 voru eftir og KR yfir 84-79 og skipulögðu sig vel á lokamínútunum. Jakob var að koma sínum mönnum í sigurstöðu með 5 stigum frá honum undir lokin og litu KR ekki um öxl síðustu mínútuna og sigruðu 91-80.

Hjá KR var Jón Arnór með þrennu 19 stig, 10 fráköst og 11 stoðs. Jason var með 21 stig, 13 fráköst og Jakob 18 stig. Hjá Snæfelli var Siggi með 24 stig og 14 fráköst og 7 stoðs. Jón Ólafur 21 og 10 fráköst. Magni 14 stig og 7 fráköst. 

{mosimage}

Benedikt þjálfari KR sagðist vera búinn undir svona hörkuleiki líka og þó menn litu á KR sem sýningarlið þá væru ekkert gefið að allir fari að liggja flatir eins og í síðasta leik. Snæfell voru komnir heldur nálægt í lokin en við fórum vel yfir hlutina og náðum að klára þetta í restina. Aðspurður um hvort erfiðara væri að peppa menn upp þegar sigrarnir á undan hafa verið stórir sagði hann að menn hafi verið nokkuð stilltir fyrst en slakað á í seinni hlutanum með að sjá Hlyn á bekknum hafi kannski verið róandi en erfitt var að ná sér upp bæði varnarlega og sóknar þegar þeir höfðu slakað á taumnum.

Siggi Þorvalds þjálfari og leikmaður Snæfells var gríðalega ósáttur við að tapa í restina en eftir að hafa verið frekar slakir i byrjun og verið án Hlyns þeirra besta varnarmanns og frákastara þá yrði hann sáttari á morgun með að hafa staðið þetta þó svona. Hlynur sem er tognaður á læri átti von á að sínir menn kæmu svona inn í leikinn og voru ákveðnir í að sýna að þarna væru engir aumingjar sem tækju ekki á móti og sagði að það þyrfti ekki mikið að mótivera menn í svona leiki og sérstaklega ekki ungu strákana sem eru æastir í að spila og að vel hafi verið farið yfir hluti eins og pressuna sem þeir náðu að leysa með tímanum.  

Tölfræði leiksins

Símon B. Hjaltalín

Myndir: Stefán Helgi Valsson

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -