Undir 20 ára karlalið Íslands leikur þessa dagana í A deild Evrópumótsins í Heraklíon á Krít.
Í dag mátti liðið þola tap gegn Evrópumeisturum Frakklands í öðrum leik sínum á mótinu, 53-85.
Atkvæðamestur fyrir Ísland í leiknum var Lars Erik Bragason með 19 stig og 2 fráköst. Þá skiluðu Leó Curtis 11 stigum, 8 fráköstum og Kristján Fannar Ingólfsson 9 stigum.
Lokaleikur Íslands í riðlakeppni mótsins er á morgun mánudag gegn Slóveníu kl. 10:00.
Hér fyrir neðan má sjá upptöku af leiknum



