spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaErfiður fyrsti leikhluti Keflavík að falli í Ljónagryfjunni

Erfiður fyrsti leikhluti Keflavík að falli í Ljónagryfjunni

Njarðvík lagði Keflavík í kvöld í 11. umferð Subway deildar karla, 114-103.

Eftir leikinn er Keflavík í 2. sæti deildarinnar með 16 stig á meðan að Njarðvík er í 4. sætinu með 14 stig.

Heimamenn í Njarðvík byrjuðu leik kvöldsins á flugeldasýningu. Settu 40 stig í fyrsta leikhlutanum gegn aðeins 18 stigum gestana úr Keflavík. Undir lok fyrri hálfleiksins nær Keflavík aðeins að laga stöðuna, en eru samt 17 stigum undir þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 64-47.

Í upphafi seinni hálfleiksins gera heimamenn vel að halda í forystu sína og leiða enn með 14 stigum fyrir fjórða leikhlutann, 86-72. Í lokaleikhlutanum reynir Keflavík hvað þeir geta til þess að gera leikinn spennandi. Næst komast þeir 7 stigum frá heimamönnum þegar um 5 mínútur eru eftir, en lengra komast þeir ekki. Niðurstaðan að lokum nokkuð öruggur 11 stiga sigur Njarðvíkur, 114-103.

Atkvæðamestur fyrir Njarðvík í kvöld var Dedrick Basile með 29 stig og 16 stoðsendingar.

Fyrir Keflavík var það Dominykas Milka sem dró vagninn með 23 stigum og 9 fráköstum.

Tölfræði leiks

Myndasafn (SBS)

Fréttir
- Auglýsing -