spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaErfiður fyrri hálfleikur Snæfelli að falli gegn Álftanesi

Erfiður fyrri hálfleikur Snæfelli að falli gegn Álftanesi

Snæfell tók á móti Álftanesi í Stykkishólmi í kvöld. Fyrir leikinn voru heimamenn í Snæfell neðstir ásamt Sindra og Skallagrím en Álftnesingar í miðjumoðinu með 3 sigra.

Snæfell vann þrjá leikhluta en annar leikhluti fór illa með þá. Álftnesingar unnu leikhlutann með 10 stigum. Snæfellingar voru að spila vel og var harka í þeim, boltinn fékk að fara mikið inn í teig á Brandon og áttu gestirnir í erfiðleikum með hann. Gestirnir reyndu hvað þeir gátu til að fá áhuga á leiknum. Mótspyrna heimamanna kom þeim kannski á óvart.

Gestirnir gerðu það sem þurfti til að vinna leikinn og gerðu það vel. Þeir hittu skotunum á ögurstundu og náðu að stoppa heimamenn þegar þeiru þurftu.

Hjá gestunum var Samuel Prescott atkvæðamestur með 20 stig en virkaði áhugalaus oft á tíðum. Dúi Þór spilaði vel og stjórnaði liðinu mjög vel. Brynjar Magnús kom af bekknum og skilaði frábæru dagsverki 16 stig og 6 fráköst og náði að gera Brandon lífið leitt á köflum.

Hjá heimamönnum var títtnefndur Brandon frábær með 21 frákast og 16 stig. Gabriel skoraði 20 stig og var með 11 fiskaðar villur. Heimastrákarnir Aron, Íask og Benjamín komust vel frá sínum leik og er allir að öðlast góða reynslu í deildinni. Guðni Sumarliða snögghittnaði á tíma en meiddist stuttu síðar og kom ekki meira við sögu í leiknum.

Leikurinn gefur Snæfellingum fínan meðbyr þrátt fyrir tap, þeir þurfa að byggja aftan á fínan leik og ná nokkrum sigrum.

Hrafn þjálfari Álftanes mun væntanlega vilja gleyma þessum leik og fá sína menn til að fókusa á næsta verkefni.

Tölfræði leiks

Umfjöllun / Gunnlaugur Smárason

Fréttir
- Auglýsing -