spot_img
HomeFréttirErfiður fyrri hálfleikur Keflavík að falli - Haukar komnir í 4 liða...

Erfiður fyrri hálfleikur Keflavík að falli – Haukar komnir í 4 liða úrslit VÍS bikars

Keflavík og Haukar mættust í dag í Blue Höllinni þar sem sæti í undanúrslitum í VÍS bikarkeppninni var í húfi en leikurinn endaði með öruggum sigri Haukakvenna 57-89.

-Haukar sem eru stórhuga í vetur eru fyrsta íslenska kvennaliðið sem skráir sig í Evrópukeppni í 15 ár og drógust þær þar gegn portúgölsku deildarmeisturunum Uniao Sportiva í undankeppni EuroCup.Fyrir þessi átök hafa þær sótt sér Haiden Palmer sem gerði góða hluti með Snæfell bæði í fyrra og svo tímabilið 2015-2016 þar sem hún var bæði Íslands- og Bikarmeistari með félaginu, leikmaður sem kann svo sannarlega að spila í þessarri deild og hina efnilegu Jönu Falsdóttur sem gerði góða hluti með lið Stjörnunar í fyrra. Einnig snéru aftur heim þær Helena Sverrisdóttir og Sólrún Inga Gísladóttir. Sólrún kemur til félagsins frá Coastal Georgia Mariners í bandaríska háskólaboltanum þar sem hún var valin í annað úrvalslið deildarinnar öll fjögur tímabilin sín þar og er hún frábær skytta. Helenu þarf svo nú ekki að kynna fyrir neinum en hún mun vera mikilvægt púsl fyrir Haukanna í vetur. Þó hafa Haukar einnig misst tvær landliðskonur en þær Þóra Kristín og Sara Rún hafa ákveðið að halda í mennskuna og verður athyglisvert að sjá í vetur hversu mikil áhrif brottför þeirra mun hafa á liðið.

-Keflavíkurliðið kemur inn í þennan vetur eins og þann seinasta með ungan kjarna sem á að byggja á og verður forvitnilegt að sjá hvernig Keflvíkingum muni ganga í vetur. Fyrirliði liðsins, Erna Hákonardóttir, hefur lagt skónna á hilluna og þær Thelma Dís og Emelía Ósk héldu erlendis. Inn í staðinn hafa Keflvíkingar fengið inn atvinnumanninn Tunde Kilin en hún kemur frá CSM Satu Mare í Rúmeníu. Einnig hafa þær sótt hina stórefnilega og hávaxna miðherja KR-inga, hina tvítugu Eygló Kristín Óskarsdóttur en hún ætti að geta hjálpa þeim mikið í teignum. Auk þess að endursemja við íslenska kjarnann héldu þær kananum sínum frá því í fyrra, Daniela Morillo.

Byjunarlið Hauka: Helena, Elísabeth, Eva, Haiden og Sólrún

Byrjunarlið Keflavíkur: Tunde, Anna Lára, Anna Ingunn, Eygló og Katla

Gangur leiksins

Keflvíkingar voru án síns bandaríska leikmanns en leikur þeirra byrjaði frekar stirðlega þar sem þær reyndu of mikið að troða boltanum niður á Eygló en Katla tók svo af skarðið fyrir þær heimakonur með tveimur auðveldum körfum eftir sterk cut. Á hinum enda vallarsins voru Haukar að fá opin þriggjastigaskot og fyrstu körfur þeirra voru þristar frá Sórúnu og Helenu. Keflvíkingar þurftu að hafa meira fyrir sínum körfum gegn hávöxnu liði Hauka. Staðan eftir fyrsta leikhluta: 12-20 fyrir haukum.

Annar leikhluti byrjaði einnig erfiðlega fyrir Keflavík en fyrsta karfa þeirra kom ekki fyrr en eftir tvær og hálfa mínútu en það var neyðarflautukafa frá Ólöfu Rún. Á meðan sölluðu haukakönur niður stigunum og þurftu ekkert að hafa alltof mikið fyrir hlutunum á meðan keflvíkingar áttu í virkilegum vandræðum. Staðan í hálfleik: 20-46.

Atkvæðamestar í annars jöfnu liði Hauka voru Elísabeth og Helena með 9 stig hvor en fyrir Keflavík var Katla yfirburðarkona með 8 stig.

Þriðji leikhluti var þó sterkari hjá keflvíkingum sem voru duglegar að koma sér á vítalínuna og Haukar voru ekki að setja skotin sín niður jafn vel og í öðrum leikhluta og unnu heimakonur leikhlutann 18-16. Staðan í lok þriðja leikhluta: 38-62.

Í fjórða leikhluta skiptust liðin nokkurnvegin á að skora og endaði sá leikhluti 21-25.

Hvað skildi liðin að?

Haukakonur voru einfaldlega mun betri aðilinn í dag og þá sér í lagi í fyrri hálfleik en hann skóp sigurinn fyrir þær. Aftur á móti virtust keflvíkingar  annaðhvort ryðgaðar eða einfaldlega hræddar við Haukanna en leikur þeirra batnaði þó til muna í seinni hálfleik en það var ,,To little to late.“  Nýji atvinnumaður Keflavíkur, Tunde, var alls ekki sannfærandi sóknarlega og þarf Keflavík meira framlag frá henni í vetur. Einnig átti Anna Ingunn slæman skotdag og munar um minna.

Atkvæðamestar

Atkvæðamestar Hauka voru Helena Sverris með 18 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar og Eva Margrét bætti við 14 stigum.

Hjá Keflavík var Anna Ingunn stigahæst með 13 stig þrátt fyrir lélega nýtingu og bætti Eygló við 12 stigum og 9 fráköstum.

Framhaldið

Haukarnir mæta svo sigurvegara úr leik Stjörnunar og Vals, 15. september. Haukar eiga svo fyrsta leik við Uniao í Ólafssal 23. sept. en fyrstu leikir liðanna í deildarkeppninni verða þann 6. október þar sem Keflavík mætir Skallagrím á heimavelli og Haukar taka á móti nýliðum Njarðvíkur.

Tölfræði leiks

Umfjöllun, viðtal / Einar Thorlacius

Fréttir
- Auglýsing -