spot_img
HomeFréttirErfiður fjórði leikhluti Íslandi að falli í Södertalje

Erfiður fjórði leikhluti Íslandi að falli í Södertalje

Undir 18 ára stúlknalið Íslands mátti þola tap í dag gegn Finnlandi í þriðja leik sínum á Norðurlandamótinu í Södertalje í Svíþjóð, 51-71. Ísland hefur því unnið tvo leiki og tapað einum það sem af er móti, en bæði eru Finnland og Svíþjóð taplaus það sem af er móti.

Finnska liðið byrjaði leik dagsins betur og leiddu með 5 stigum að fyrsta leikhluta loknum, 9-14. Undir lok hálfleiksins bæta þær svo enn við forystu sína og eru 10 stigum yfir þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik 23-33.

Ísland hangir inni í leiknum í upphafi seinni hálfleiksins og munar aðeins 6 stigum á liðunum fyrir lokaleikhlutann, 39-45. Í þeim fjórða gengur lítið upp hjá Íslandi, Finnland nær góðum tökum og vinnur leikinn að lokum með 20 stigum, 51-71.

Atkvæðamestar fyrir Ísland í leiknum voru Anna María Magnúsdóttir með 9 stig og Sara Líf Boama með 9 stig og 16 fráköst.

Næsti leikur Íslands á mótinu er á morgun kl. 16:15 gegn heimakonum í Svíþjóð.

Tölfræði leiks

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -