spot_img
HomeFréttirErfiður fjórði leikhluti Íslandi að falli í Litháen

Erfiður fjórði leikhluti Íslandi að falli í Litháen

Undir 18 ára stúlknalið Íslands mátti þola tap gegn Litháen í Vilníus í dag í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu, 73-99.

Lokatölurnar gefa ekki alveg til kynna hvernig leikurinn spilaðist, en eftir fína þrjá leikhluta datt botninn úr leik Íslands og töpuðu þær fjórða leikhlutanum með 30 stigum, 5-35.

Atkvæðamestar fyrir Ísland í leiknum voru Kolbrún Ármannsdóttir með 17 stig, 3 fráköst og Elísabet Ólafsdóttir með 15 stig, 10 fráköst og 2 stoðsendingar.

Tölfræði leiks

Það er stutt á milli leikja hjá liðinu á mótinu, en næsti leikur þeirra er á morgun laugardag kl. 12:30 gegn Bosníu.

Fréttir
- Auglýsing -