spot_img
HomeFréttirErfiður fjórði leikhluti Íslandi að falli í Eistlandi

Erfiður fjórði leikhluti Íslandi að falli í Eistlandi

Undir 20 ára karlalið Íslands mátti þola tap í dag fyrir Finnlandi í fyrsta leik sínum á Norðurlandamótinu í Tallinn, 86-65.

Leikurinn var nokkuð jafn í upphafi og munaði aðeins 2 stigum á liðunum eftir fyrsta leikhluta, 12-14. Undir lok fyrri hálfleiksins er leikurinn svo áfram í járnum, en þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var Ísland stigi yfir, 32-33.

Í upphafi seinni hálfleiksins er það svo áfram stál í stál, en fyrir fjórða leikhlutann var Finnland komið tveimur stigum yfir 47-45. Í lokaleikhlutanum sýndi Finnland svo mátt sinn og megin og gjörsamlega gengu frá leiknum. Niðurstaðan 21 stigs tap Íslands, 86-65.

Atkvæðamestur fyrir Ísland í leiknum var Dúi Jónsson með 13 stig og 7 fráköst. Þá bætti Júlíus Orri Ágústsson við 13 stigum og 3 fráköstum.

Tölfræði leiks

Næsti leikur Íslands í mótinu er á morgun kl. 14:00 gegn heimamönnum í Eistlandi.

Fréttir
- Auglýsing -