spot_img
HomeFréttirErfið byrjun Íslandi að falli gegn heimastúlkum í Svartfjallalandi

Erfið byrjun Íslandi að falli gegn heimastúlkum í Svartfjallalandi

Undir 16 ára lið Íslands mátti þola tap í kvöld í umspili um 9.-12. sæti fyrir heimastúlkum á Evrópumótinu í Svartfjallalandi, 87-75.

Fyrir utan 25 sekúndur á upphafsmínútum leiksins leiddi Svartfjallaland allan tímann. Ísland var þó aldrei langt undan og hefði með smá lukku vel geta gert leikinn spennandi í fjórða leikhlutanum. Allt kom þó fyrir ekki og mun Svartfjallaland leika um 9. sæti mótsins á meðan að Ísland leikur úrslitaleik um 11. sætið.

Atkvæðamest fyrir Ísland í leiknum var Erna Ósk Snorradóttir með 18 stig og 4 fráköst. Henni næst var Anna Margrét Hermannsdóttir með 10 stig, 7 fráköst, 2 stoðsendingar og 2 varin skot.

Lokaleikur Íslands á mótinu mun því vera upp á 11. sætið gegn Bretlandi kl. 11:45 á morgun.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -