Nú eru um 10 mínútur í undanúrslitaviðureign Skallagríms og Stjörnunnar í Poweradebikarkeppninni. Aðeins annað liðið í rimmu kvöldsins þekkir það að fara í Höllina en það eru Garðbæingar sem hafa 100% nýtingu í Höllinni, bikarmeistarar 2009 og 2013.
Skallagrímur hefur aldrei leikið til bikarúrslita í Laugardalshöll og maður spyr sig: „Er komið að því hjá Borgnesingum“? Fáum því svarað innan tveggja stunda!
Leikurinn er í beinni á Sport TV og það er Adolf Ingi Erlingsson sem lýsir.



