spot_img
HomeFréttirEr ekki að ná mér eins og ég vildi

Er ekki að ná mér eins og ég vildi

 
Kristrún Sigurjónsdóttir mátti láta sér það nægja að fylgjast með viðureign Grindavíkur og Hamars af tréverkinu í gærkvöldi en samkvæmt læknisráði átti hún að hvíla. Sem betur fer fyrir Hamar kom fjarvera Kristrúnar ekki að sök því Hamarskonur höfðu baráttusigur gegn Grindavík 58-63.
,,Ég hef verið að drepast í bakinu í allt haust og er ekki að ná mér eins og ég vildi þannig að ég hvíldi í gær samkvæmt læknisráði,“ sagði Kristrún sem gert hefur 13,5 stig að meðaltali í leik með Hamar það sem af er leiktíðinni.
 
,,Vonandi verð ég með í næsta leik en það kemur bara í ljós því það verður bara tekin ein vika í einu,“ sagði Kristrún sem er á meðal sterkustu leikmanna deildarinnar og ljóst að Hamarskonur geta ekki lengi án hennar verið.
 
Fréttir
- Auglýsing -