spot_img
HomeFréttirEr dómgæsla heimaliði í hag í úrslitakeppni?

Er dómgæsla heimaliði í hag í úrslitakeppni?

Heimavöllurinn er dýrmætur í úrslitakeppninni – það er engum blöðum um það að fletta. Að spila fyrir framan sína stuðningsmenn í sínu húsi skiptir öllu þegar allt liggur undir. En hver er þáttur dómara í þessu öllu saman? Eru ákvarðanir þeirra mildari gagnvart heimaliði eða gestunum?  Könnum málið með hliðsjón af gögnum frá yfirstandandi tímabili og aftur til leiktíðarinnar 2004-2005.

 

Öll þessi ár sigrar heimaliðið fleiri leiki en útiliðið og er meðal vinningshlutfallið hjá heimaliðinu 59,2% í deildarkeppninni en 60,5% í úrslitakeppninni. Aðeins ein úrslitakeppni hefur endað með fleiri sigrum á útivelli en heima og það var 2010 þegar 8 leikir sigruðust á heimavelli en 16 á útivelli.

 

Ef við hins vegar skoðum þá einu mælanlegu þætti sem tölfræðiskýrslan gefur okkur upp um ákvarðanir dómara í leikjum – villur og tapaðir boltar – þá sjáum við að það hallar ansi oft á gestina.

 

Taflan hér að neðan sýnir meðaltal af villum sem dæmdar eru á hvort lið í öllum leikjum deildarkeppni annars vegar og úrslitakeppni hins vegar.  Mismunurinn sýnir svo á hvort liðið hallar. Rauðar tölur sýna þegar hallar á útiliðið en grænar þegar hallar á heimaliðið.  Neðst sjáum við svo meðaltölin á þessum árum. 

 

 

Villurnar eru nokkuð jafnskiptar milli liða, þó meðaltalið sýni að tæplega 1 villu er ofaukið á gestina í úrslitakeppni. Munurinn í deildarkeppninni er hverfandi.

 

Aðra sögu er hins vegar að segja um tapaða bolta. Þar hallar umtalsvert á gestina eða 1,4 tapaða bolta í leik yfir þetta 11 ára tímabil. Einnig sjáum við mismuninn aukast á undanförnum árum eða frá 2013 til dagsins í dag.

 

 

 

Þetta er ekki ítarleg rannsókn enda vantar miklu fleiri óáþreifanlega þætti úr dómgæslu til þess að leggja heilstætt mat á efnið. Hins vegar gefur þetta ákveðna innsýn og vísbendingar það. Vinningshlutfallið 60/40 á heimaliðið gefur samt ekki í skyn að það hafi einhver teljandi áhrif á niðurstöður leikjanna.

 

(Það skalt tekið fram að valið á myndinni hér að ofan er algerlega handahófskennt og ekki ætlað að benda á að heimadómgæsla ríki á Sauðárkróki.) Mynd: Hjalti Árnason.

Fréttir
- Auglýsing -