spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaEnn vinnur Grindavík leiki á heimavelli sínum í Grindavík

Enn vinnur Grindavík leiki á heimavelli sínum í Grindavík

Grindavík spilaði sinn annan heimaleik í röð í HS Orku höllinni í Grindavík þegar þeir tóku á móti nýliðum ÍA, sem eru komnir í deild þeirra bestu eftir 25 ára fjarveru eða voru þar síðast árið 2000.

ÍA vann frækin sigur á Þór í sínum fyrsta leik í efstu deild frá aldamótum og komu af krafti inn í deildina tilbúnir að afsanna allar spár sem voru gerðar fyrir tímabilið.

Grindavík vann líka sína viðureign á móti Njarðvík nokkuð sannfærandi þegar þeir spiluðu sinn fyrsta heimaleik í Grindavík síðan 9 nóvember 2023 á móti Þór.

Allir heilir.

Byrjunarlið 

Grindavík: Sample, Kristófer Breki, Mortensen, Shabazz, Arnór.

ÍA: Styrmir, Kristófer Már, Lucien, Gojko, Darnell.

Gangur leiks

Skagamenn koma vel peppaðir til leiks og komast í 5-1 en Grindvíkingar eru fljótir að kveikja á sér og jafnvægi kemst á leikinn en Grindavík samt skrefinu á undan en ná samt ekki að komast langt fram úr ÍA. 

Skagamenn eru óhræddir og með öfluga stuðningsmannasveit með sér sem láta vel í sér heyra. Staðan eftir fyrsta leikhluta er jöfn 28-28.

Gojko er Grindvíkingum erfiður komin með 12 stig og 18 framlagspunkta.

Jordan Sample fær sína þriðju villu eftir 1 mínútu af öðrum leikhluta og kemur ekki meira við sögu í fyrri hálfleik. Þá fær Gojko smá hvíld hjá ÍA.

Grindavík nær að komast 5 stigum yfir og loka vel í vörninni þegar ÍA tekur leikhlé.

Gæðamunur á liðunum er mikill og er forskotið hjá Grindavík orðið 14 stig þegar það er flautað til hálfleiks.

Skotin voru orðin stutt hjá skagamönnum þegar leikhlutinn var orðin hálfur og þeir eiga í basli með að drippla boltanum upp völlinn.

Staðan Grindavík 57-43 ÍA

Tölfræði fyrri hálfleiks

Grindavík: 48% FG 22 frk Shabazz 20 stig 20 frl

ÍA : 51% FG 18 frk en 13 tapaðir boltar. Gojko 18 stig 7 frk. 24 frl

Seinni hálfleikur

Gæðamunur á liðunum er augljós Gojko er þeirra eina ógn í teignum og þar eru Grindavík vel mannaðir þá leita þeir út fyrir en það gengur erfiðlega að setjan. Grindavíkingar geta spilað á fleiri mönnum koma muninum í 20 stig en ÍA nær að klóra í bakkan og koma þessu í 14 stiga mun. Leikar æsast þegar Kane og Darnell fá báðir U villu sem þýðir að Kane fer í sturtu því hann fékk tæknivillu fyrir tuð stuttu áður. 

Skagamenn enda á að vinna leikhlutann og ná þessu niður í 13 stiga mun. 

Grindavík 85-73 ÍA fyrir lokaleikhlutann.

Fjórði leikhlutinn byrjar af krafti og er munurinn strax kominn í tíu stig hetjulega barátta skagamanna en Grindavík svarar alltaf af krafti og koma þessu í 16 til 20 stiga mun. Þó svo að ÍA séu að spila vel á köflum þá detta skotin þeirra síður ef það gerist þá ráða þeir illa við sóknarleik Grindavíkur. Auk þess sem þeir ná oft ekki að hreyfa vörn Grindavíkur sem endar oft með einstaklings framlagi í sókninni þar sem þeir eru ekki með neinn almennilegan enda karl.

Shabazz er stórkostlegur kominn með 40 stig  og leikurinn endar Grindavík 116- 99 ÍA

Atkvæðamestir

Grindavík: maður leiksins Shabazz 40 stig 7 stoð 34 frl

ÍA: Gojko var með trölla tvennu 27 stig 14 fráköst og 37 frl

Hvað svo? 

Grindavík fer á Álftanes

ÍA fær Njarðvík í heimsókn

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -