Keflavík vann öruggan sigur á Þór í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn 78-98.
Þó segja tölurnar ekki allt um leikin þar sem Þór leiddi vel frammí þriðja leikhluta þegar Keflavík lokaði á skot Þórsara fyrir utan og að stig af bekknum var Þór 3-27 Keflavík segir restina af sögu þessa leiks.
Fyrir leik
Það var komin tilkyning inná kki.is að það væri skráður nýr amerískur leikmaður hjá Þór þó var Jacoby Ross enn í liðinu.
Þór sem sat í 11 sæti með 8 stig átti möguleika að komast úr fallsæti með sigri á Keflavík þar sem bæði ÍA og Ármann töpuðu sínum leikjum en þessi þrjú deila 10-12 sæti deildarinnar og stefnir í öfluga fallbaráttu en Þór hefur tapað síðustu 5 leikjum á móti Keflavík í deild.
Bæði ÍA og Ármann hafa verið að gera breytingar til að eiga möguleika á að halda sæti sínu með misjöfnum árangri en Þór ekki.
Fyrir utan að hinn meiðslahrjáði Kostas Gontikas hvarf á braut fyrir Djordje Dezeletovic sem er svipaður leikmaður nema bara heill heilsu.
Það er sólarhringur eftir af leikmannaglugganum og spurning hvort einhverjar breytingar verði gerðar en það eru fáir jafn reynslumiklir í að gera margar breytingar á tímabili en Þórsarar. Nema þeir gefi þeim sem fyrir eru smá Lýsi.
Mikil spenna hefur verið í kringum Keflavík sem kynnti Remy Martin um áramótin.
Keflavík hafði verið gagnrýnt fyrir einmitt að vera ekki með leikmann sem gat sprengt upp leiki. Þá gerði Keflavík þessa breytingu sem hefur átt brothættu gengi að fagna svona til að byrja með og menn spurt þær spurninga hvor Daníel eða stjórn Keflavíkur sem er hlaðinn sérvitrum sérfræðingum úr körfuboltakvöldi og ættu að vita hvað þeir syngja, eða hvað.
Annars sigla þeir lignan sjó í 5 sætir deildarinnar. Og hefur Daníel náð að koma stöðugleika á liðið sem hann tók við eftir skipbrot síðasta tímabils sem margir virðast vera búnir að gleyma.
Um leik
Þór byrjaði betur og vann fyrstu tvo leikhluta þessa leiks. Jacoby Ross var á eldi og skoraði 20 stig í fyrri hálfleik auk þess sem að Þórsarar virtust hafa tök á Keflavík í vörninni.
Sömu sögu var ekki að segja í seinni hálfleik þar sem frákasta baráttan tapaðist og kom í ljós hversu þunnskipaðir Þórsarar eru en aðeins 3 stig komu af bekknum og samtals -3 í framlag. Jacoby var með 10% stiga sinna eða 2 stig í seinni hálfleik sem þór tapaði 27-56 eða með 29 stigum.
Remy Martin sýndi hversu góður leikstjórnandi hann er en auk þess sýndi hann aðeins hvers hann er megnugur fyrir utan þriggja stiga línuna. Auk þess sem hann nánast labbaði framhjá leikmönnum Þórs að vild.
Craig var framlagshæstur keflavíkinga og er við ramman reip að draga þar fyrir lið í deild þeirra bestu að eiga við hann þar sem hann stígur oft upp þegar engin á von á því.
Þór 78-98 Keflavík
Eftir leikin er Þór enn í 11 sæti með 8 stig og Keflavík áfram í 5 sæti með 20 stig.
Hvað svo
Keflavík fer í bikarviku KKÍ í Smárann í Kópavogi en næsti leikur Þórs er á móti ÍR á útivelli 12 febrúar kl:19:15
Þór Þ.: Jacoby Ross 22, Djordje Dzeletovic 21/5 fráköst, Lazar Lugic 15/11 fráköst, Rafail Lanaras 14/7 fráköst/8 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 3/5 fráköst, Skarphéðinn Árni Þorbergsson 3, Tristan Alexander Szmiedowicz 0, Davíð Arnar Ágústsson 0, Baldur Böðvar Torfason 0, Arnór Daði Sigurbergsson 0, Matthías Geir Gunnarsson 0, Ísak Júlíus Perdue 0/4 fráköst.
Keflavík: Craig Edward Moller 21/11 fráköst, Remy Martin 21/4 fráköst, Mirza Bulic 17/8 fráköst, Jaka Brodnik 12, Egor Koulechov 9/9 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 6/5 stoðsendingar, Ólafur Björn Gunnlaugsson 5, Hilmar Pétursson 3, Eyþór Lár Bárðarson 2, Nikola Orelj 2, Frosti Sigurðarson 0, Daniel Eric Ottesen Clarke 0.




