spot_img
HomeFréttirEnn tapar Dallas

Enn tapar Dallas

9:20
 Dallas Mavericks gengur allt í óhag þessa dagana og í nótt töpuðu þeir á útivelli gegn Chicago Bulls. Þá vann Cleveland Denver og Detroit hrósaði sigri á Golden State Warriors.

Úrslitin fylgja hér að neðan:

Dallas hefur nú tapað 6 af 8 leikjum í vetur og hittu á Ben Gordon í banastuði í nótt. Gordon gerði 35 stig og Luol Deng bætti við 20. Í liði Dallas voru lykilmenn þeirra, Josh Howard og Dirk Nowitzki úti á þekju, Nowitzki var með 12 stig og þó Howard hafi verið með 20 stig var hann með afleita nýtingu líkt og sá fyrrnefndi.

LeBron James var með 22 stig og 11 fráköst í sigri Cleveland á Denver, en Chauncey Billups var með 26 stig fyrir Nuggets.

Rasheed Wallace var örlagavaldur í sigri Detroit á Golden State þar sem hann hnikaði boltanum í eigin körfu til að koma Golden State yfir á lokasprettinum, hann misnotaði svo tvö víti, en bætti heldur betur fyrir mistökin þegar hann gerði út um leikinn með tveimur 3ja stiga körfum.

Annars var Richard Hamilton stigahæstur í liði Detroit með 24 stig og Allen Iverson var með 23.

Úrslitin:

Denver 99
Cleveland 110

Dallas 91
Chicago 98

Detroit 107
Golden State 102

Smellið hér til að sjá tölfræði leikjanna

ÞJ

(Dirk Nowitzki hefur ekki verið að finna fjölina sína í vetur, frekar en félagar hans)

Fréttir
- Auglýsing -