spot_img
HomeFréttirEnn tapa Lady Broncs

Enn tapa Lady Broncs

 
María Ben Erlingsdóttir og félagar í UTPA skólaliðinu, sem gengur undir nafninu Lady Broncs, máttu þola sinn sjötta ósigur í gær er þær lágu 72-62 gegn Longwood University á Lancer Classic mótinu.
Ekki hefur fengist tölfræði úr leiknum en Rose Esther Jean var stigahæst í liðinu með 17 stig. María hefur væntanlega verið í byrjunarliðinu en hún er næststigahæsti leikmaður liðsins með 10,5 stig að meðaltali í leik.
 
Karfan.is náði stuttu tali af Maríu fyrir leikinn í gær og hafði hún þetta að segja um brösugt upphaf UTPA á tímabilinu:
 
,,Auðvitað er leiðinlegt að tapa 5 leikjum í röð en liðið hefur verið mjög jákvætt og við höfum verið að bæta okkur með hverjum leik. Við erum með mjög ungt lið, þar sem elsti leikmaðurinn okkar er fædd ´87 og við erum með nokkrar mjög ungar fæddar ´91. Liðið er að slípast saman, en hefur verið að gerast hægt. Núna erum við að finna taktinn og það fer að koma að sigri hjá okkur. Við erum með nýtt þjálfara-staff og ég er mjög ánægð með aðalþjálfarann okkar. Aðstoðarþjálfarinn okkar heitir Britney Jordan og var dröftuð í WNBA í fyrra en ákvað að koma hingað og þjálfa í ár. Þetta fer allt að koma hjá okkur ef höldum áfram að æfa vel og spila vel saman sem lið,“ sagði María við Karfan.is.
 
Næsti leikur UTPA á Lancer Classic mótinu er í kvöld gegn Gardner Webb skólanum og freistar UTPA þess að ná í sinn fyrsta sigur á tímabilinu.
 
Fréttir
- Auglýsing -