spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaEnn tapa Íslandsmeistarar Stjörnunnar

Enn tapa Íslandsmeistarar Stjörnunnar

ÍR lagði Íslandsmeistara Stjörnunnar í Garðabæ í kvöld í fjórðu umferð Bónus deildar karla, 91-93.

Eftir leikinn eru ÍR um miðja deild með tvo sigra og tvö töp á meðan Stjarnan er í 10.æ sætinu með einn sigur og þrjú töp það sem af er móti.

Það voru heimamenn í Stjörnunni sem byrjuðu leik kvöldsins betur og virtust hafa góð tök. Staðan 25-17 eftir fyrsta fjórðung. Strax í öðrum leikhluta nær ÍR þó að koma til baka og standa leikar nánast jafnir þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 46-44.

Í upphafi seinni hálfleiksins nær ÍR svo aðeins að ganga á lagið og ná þeir mest 11 stiga forskoti í þriðja leikhlutanum, en munurinn fyrir þann fjórða er sex stig. Lokaleikhlutinn var svo jafn og spennandi þó svo gestirnir úr Breiðholti hafi oftar en ekki verið skrefinu á undan. Undir lokin fær Stjarnan ágætis tækifæri til þess að stela sigrinum eða senda leikinn í framlengingu. Allt kemur þó fyrir ekki og ÍR vinnur með tveimur stigum, 91-93.

Stigahæstir fyrir ÍR í leiknum voru Jacob Falko með 25 stig og Dimitrios Klonaras með 23 stig.

Fyrir Stjörnunar var stigahæstur Luka Gasic með 24 stig og Seth LeDay bætti við 22 stigum.

Tölfræði leiks

Stjarnan: Luka Gasic 24/8 fráköst, Seth Christian Le Day 22/20 fráköst, Orri Gunnarsson 18/5 fráköst, Giannis Agravanis 18/6 fráköst/5 stoðsendingar, Pablo Cesar Bertone 9/5 fráköst, Bjarni Guðmann Jónson 0, Jakob Kári Leifsson 0, Daníel Geir Snorrason 0, Björn Skúli Birnisson 0, Atli Hrafn Hjartarson 0, Kormákur Nói Jack 0, Aron Kristian Jónasson 0.


ÍR: Jacob Falko 25/6 fráköst/7 stoðsendingar, Dimitrios Klonaras 23/18 fráköst, Tsotne Tsartsidze 14/4 fráköst, Tómas Orri Hjálmarsson 13/4 fráköst, Zarko Jukic 7/4 fráköst, Hákon Örn Hjálmarsson 6/6 stoðsendingar, Kristján Fannar Ingólfsson 3, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 2, Bjarni Jóhann Halldórsson 0, Frank Gerritsen 0, Aron Orri Hilmarsson 0, Rafn Kristján Kristjánsson 0.

Fréttir
- Auglýsing -