ÍR lagði Íslandsmeistara Stjörnunnar í Garðabæ í kvöld í fjórðu umferð Bónus deildar karla, 91-93.
Eftir leikinn eru ÍR um miðja deild með tvo sigra og tvö töp á meðan Stjarnan er í 10.æ sætinu með einn sigur og þrjú töp það sem af er móti.
Það voru heimamenn í Stjörnunni sem byrjuðu leik kvöldsins betur og virtust hafa góð tök. Staðan 25-17 eftir fyrsta fjórðung. Strax í öðrum leikhluta nær ÍR þó að koma til baka og standa leikar nánast jafnir þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 46-44.
Í upphafi seinni hálfleiksins nær ÍR svo aðeins að ganga á lagið og ná þeir mest 11 stiga forskoti í þriðja leikhlutanum, en munurinn fyrir þann fjórða er sex stig. Lokaleikhlutinn var svo jafn og spennandi þó svo gestirnir úr Breiðholti hafi oftar en ekki verið skrefinu á undan. Undir lokin fær Stjarnan ágætis tækifæri til þess að stela sigrinum eða senda leikinn í framlengingu. Allt kemur þó fyrir ekki og ÍR vinnur með tveimur stigum, 91-93.
Stigahæstir fyrir ÍR í leiknum voru Jacob Falko með 25 stig og Dimitrios Klonaras með 23 stig.
Fyrir Stjörnunar var stigahæstur Luka Gasic með 24 stig og Seth LeDay bætti við 22 stigum.
Stjarnan: Luka Gasic 24/8 fráköst, Seth Christian Le Day 22/20 fráköst, Orri Gunnarsson 18/5 fráköst, Giannis Agravanis 18/6 fráköst/5 stoðsendingar, Pablo Cesar Bertone 9/5 fráköst, Bjarni Guðmann Jónson 0, Jakob Kári Leifsson 0, Daníel Geir Snorrason 0, Björn Skúli Birnisson 0, Atli Hrafn Hjartarson 0, Kormákur Nói Jack 0, Aron Kristian Jónasson 0.
ÍR: Jacob Falko 25/6 fráköst/7 stoðsendingar, Dimitrios Klonaras 23/18 fráköst, Tsotne Tsartsidze 14/4 fráköst, Tómas Orri Hjálmarsson 13/4 fráköst, Zarko Jukic 7/4 fráköst, Hákon Örn Hjálmarsson 6/6 stoðsendingar, Kristján Fannar Ingólfsson 3, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 2, Bjarni Jóhann Halldórsson 0, Frank Gerritsen 0, Aron Orri Hilmarsson 0, Rafn Kristján Kristjánsson 0.



