Segja má að það sé þyngra en tárum taki sú niðurstaða að Þór hafi mátt þola tap gegn Stjörnunni í kvöld. Gestirnir eltu nánast allan leikinn þeir voru þó fyrst yfir í stöðunni 2-4 og svo ekki aftur fyrr en innan við hálf mínúta lifði af leiknum þá var staðan 99-101. Þórsarar jafna svo leikinn 101-101 og 4 sekúndur eftir af leiknum og gestirnir taka leikhlé. Það var svo maður leiksins Nikolas Tomsick sem kláraði leikinn með sinni elleftu þriggja stiga körfu og það flautukörfu.

Þórsarar léku án efa einn sinn besta leik í vetur leikmenn liðsins mættu fullir sjálfstrausts til leiksins og ljóst að menn ætluðu að kvitta rækilega fyrir úrslitin í síðasta leik. Þórsliðið hóf leikinn af miklum krafti og náðu fljótlega yfirhöndinni í leiknum en þó lék engin betur en Pablo sem fór á kostum og skoraði 26 stig í fyrri hálfleik og þar af 5 þrista.
En það voru fleiri sem áttu eftir að setja upp skotsýningu í leiknum þ.e. Nikolas sem tók til sinna ráða þegar Þór var komið með 16 stiga forskot þegar um 2:14 voru eftir af fyrri hálfleik og staðan 57-41. Þá setti hann um skotsýningu og skoraði þrjár þrista og sá til þess að forskot Þórs var komið niður í 10 stig í hálfleik 64-54.

Gestirnir hófu síðari hálfleikinn vel og eftir rúmlega tveggja mínútna leik var munurinn á liðunum aðeins 3 stig 66-63 og spennustigið mikið. Þórsarar bættu þá í og náðu mest 9 stiga forskoti í leikhlutanum. Gestirnir unnu leikhlutann með þrem stigum 22-25 en Þór leiddi með 7 stigum þegar fjórði leikhutinn hófst 86-79.
Erlendur skoraði fyrstu stigin í lokaleikhlutanum af vítalínunni og kom Þór í 9 stiga forskot sem þó fljótlega var komið niður í 3 stig 88-85. Þór leiddi áfram þó með sjaldnast með meir en 2-4 stiga forskoti en þegar um fjórar mínútur lifðu leiks jöfnuðu gestirnir 95-95 og í hönd fór æsilegar lokamínútur þar sem sigurinn gat fallið hvoru megin sem var.

Það var svo þegar um 15 sekúndur voru eftir þá komust gestirnir yfir í fyrsta sinn frá því í stöðunni 2-4 staðan 99-101 og Þór með boltann. Hansel setur niður tvist og jafnar leikinn 101-101 klukkan sýnir 3,3 sekúndur og Stjarnan tekur leikhlé. Gestirnir taka boltann inn og koma honum á Nikolas sem fer umsviflaust upp í þrist og eins og 10 aðrir sem hann hafði sett niður í leiknum rataði þessi í körfuna u.þ.b. sem lokaflautann gall. Fyrir gestina var það vel við hæfi að besti maður vallarins hreinlega kláraði leikinn fyrir þá. En að sama skapi jafn svekkjandi fyrir Þórsliðið sem hafði spilað svo gríðarlega vel allan leikinn að ná ekki að klára dæmið.

Enn og aftur varð Þór að sætta sig við að leika án Terrance Motley þar sem enn er ekki búið að klára pappírsvinnu og þykir mönnum nú um og ó, enda þessi vinna nú tekið um 2 og ½ viku.
Framlag Þórs: Pablo 31 stig 3 fráköst og 3 stoðsendingar, Hansel 23 stig 8 stoðsendingar, Jamal Palmer 19 stig 10 fráköst og 2 stoðsendingar, Mantas 14 stig 8 fráköst, Júlíus Orri og Erlendur Ágúst 7 stig hvor.

Hjá gestunum var Nikolas Tomsick allt í öllu og skoraði hann 44 stig og þar af 11 þrista, Jamar Bala 17 stig, Kyle Johnson og Ægir Þór 12 stig hvor, Hlynur Bærings 9 og Tómas Þórður 4.
Gangur leiks eftir leikhlutum: 33-21 / 31-33 (64-54) 22-25 / 15-25 (101-104)
Umfjöllun, myndir / Palli Jóh
Viðtal / Aron Elvar Finnsson



