spot_img
HomeFréttirEnn nokkur laus pláss í Körfuboltabúðum á Akureyri 17.-19. júlí 

Enn nokkur laus pláss í Körfuboltabúðum á Akureyri 17.-19. júlí 

Landsliðsmennirnir Ægir Þór Steinarsson og Tryggvi Snær Hlinason sem og Íslandsmeistarinn Júlíus Orri Ágústsson leiða æfingarnar. Búðirnar eru tilvaldar fyrir unga leikmenn sem vilja bæta sig, fá innblástur og njóta þess að spila körfubolta í frábæru umhverfi.

Æft verður einu sinni á dag í tveimur hópum, tvær klukkustundir í senn.

Áherslan verður á skemmtilegar æfingar undir stjórn landsliðsmannanna okkar sem deila reynslu sinni, leikgleði og lykilatriðum leiksins. Æfingar verða að miklu leyti byggðar upp í gegnum spil og spillíka leiki.

Á laugardeginum verður keppt í 1á1, þriggja stiga og stingar og fjölbreytt verðlaun í boði.

Um 80 krakkar eru skráð nú þegar en nánari upplýsingar og skráning fer fram hér.

Fréttir
- Auglýsing -