spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaEnn fjölgar í liði Tindastóls

Enn fjölgar í liði Tindastóls

Tindastóll hefur samið við Rannveigu Guðmundsdóttur um að leika með liðinu á komandi tímabili í fyrstu deild kvenna.

Rannveig kemur til Tindastóls frá Njarðvík en áður hafði hún spilað með Valencia á Spáni, en hún mun einnig vera í Körfuboltakademíu Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra. Helgi Freyr þjálfari segist mjög glaður með komu Rannveigar til liðsins “Hún er jákvæður og metnaðarfullur leikmaður sem við hlökkum til að vinna með í vetur. Rannveig er hávaxin og kröftug og spilar sem miðherji”

Grafík: Halldór Halldórsson

Fréttir
- Auglýsing -