11:20
{mosimage}
TCU vann sinn sjöunda sigur í röð í bandaríska háskólaboltanum í nótt er liðið vann Colorado State, 76-41. Þetta kemur fram á www.visir.is
Helena Sverrisdóttir gat leyft sér að taka því rólega í leiknum en engu að síður skilaði hún sínu. Hún lék í 20 mínútur, skoraði fimm stig, tók tvö fráköst, gaf eina stoðsendingu og stal tveimur boltum. Hún tapaði aldrei bolta í leiknum en hitti úr aðeins einu af sex skotum sínum utan af velli. Hún nýtti þar að auki öll þrjú vítaköstin sín. Þetta var einnig fimmti útivallasigur TCU í röð og sá níundi af síðustu tíu leikjum liðsins.



