Mitteldeutscher BC Úlfarnir töpuðu öðrum leik sínum í röð og aftur með minna en fimm stiga mun. Nú gegn Crailsheim Merlins 73-71. Leikurinn var að mörgu leyti svipaður þeim síðasta sem þeir töpuðu eftir tvær framlengingar, þar sem þeir fara seint af stað og vinna sig upp í lokafjórðungnum. Úlfarnir hafa nú tapað fjórum leikjum í röð.
Hörður Axel virðist hafa fundið fjölina á nú og var með 15 stig og 4 stoðsendingar, en hann var stigahæstur í liðinu í síðasta leik með 22 stig.
Í næsta leik mæta Úlfarnir MHP Riesen Ludwigsburg en þeir sitja í 16 sæti og hafa tapað síðustu sex leikjum.
Mynd: Hörður Axel ræðir málin við Silvano Poropat, þjálfara MBC. (Matthias Kuch)



