11:17
{mosimage}
Enn verða breytingar á leikmannahóp Tindastóls, nú lítur út fyrir að Søren Flæng hafi leikið sinn síðasta leik fyrir félagið. Hann á við meiðsli að stríða í hásin og þarf samkvæmt læknisráði að hvíla sig frá körfuknattleik í einn mánuð. Í samtali við karfan.is sagði hann að það yrði því sennilega þannig að hann kæmi ekki aftur í Skagafjörðinn.
Tindastólsmenn reikna ekki með að bæta við manni í stað Flæng en þeir segja að það styttist í endurkomu Flake en hann fór í aðgerð í desember vegna meiðsla á hné.
Það verður því að öllum líkindum alskagfirskt lið sem Tindastóll skipar í fyrstu leikjum ársins.
Mynd: www.horsholm79ers.dk



