spot_img
HomeFréttirEnn bæta nýliðarnir í hópinn

Enn bæta nýliðarnir í hópinn

Anna Soffía Lárusdóttir hefur samið við nýliða Hamars/Þórs um að leika með liðinu á komandi tímabili í Subway deild kvenna. Anna er að upplagi úr Stykkishólmi, þar sem hún vann fjölda titla á sínum yngri árum. Síðustu ár hefur hún verið á mála hjá liðum á höfuðborgarsvæðinu, Breiðablik og nú síðast Haukum.

Anna er annar leikmaðurinn á aðeins þremur dögum sem nýliðarnir semja við úr Subway deildinni, en nú fyrir helgina var tilkynnt að Bergdís Anna Magnúsdóttir myndi söðla um úr Fjölni og leika fyrir Hamar/Þór á komandi tímabili.

Fréttir
- Auglýsing -