Nýliðar ÍA hafa samið við Victor Bafutto fyrir komandi átök í Bónus deild karla.
Victor er 27 ára franskur miðherji sem er að koma aftur til ÍA, en hann lék með liðinu er það tryggði sér sæti í Bónus deildinni á síðustu leiktíð. Þá skilaði hann 16 stigum, 13 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í 22 leikjum með liðinu.
Victor er annar leikmaðurinn sem ÍA tilkynnir á síðustu dögum, en í upphafi árs tilkynntu þeir komu hins bandaríska Darryl Morsell frá Keflavík í liðið.



