Í kjölfar fréttar okkar af þeim “Junior-um” sem koma erlendis frá og spila í deildinni var okkur bent á þá staðreynd að það eru töluvert fleiri “Junior-ar” sem eru að spila í deildinni. Þessir Junior-ar koma hinsvegar frá Íslandi og eiga það sameiginlegt að feður þeirra gerðu garðinn frægan hér um árið í deildinni.
Ef við teljum upp að einhverju leiti þá sem við munum eftir
Elvar Már Friðriksson – Friðrik Ragnarsson
Martin Hermannsson – Hermann Hauksson
Dagur Kár Jónsson – Jón Kr. Gíslason
Valur Orri Valsson – Valur Ingimundarson
Daði Lár Jónsson – Jón Kr. Gíslason
Kári Jónsson – Jón Arnar Ingvarsson
Jón Axel Guðmundsson – Guðmundur Bragason
Ragnar Gerald Albertsson – Albert Óskarsson
Sigurður D Sturluson – Sturla Örlygsson
Egill Jónasson – Jónas Jóhannesson
Tómas Heiðar Tómasson – Tómas Holton
Logi Gunnarsson – Gunnar Þorvarðarson
Ragnar Gylfason – Gylfi Þorkelsson
Ísak Ernir Kristinsson – Kristinn Óskarsson (dómarar)
Og svo síðast en ekki síst en þó varla hægt að telja hann til Juniors en hann er unglegur ásjónu og hin vænsti drengur, Pavel Ermoljinski – Alexander Ermoljinski
Þessi listi er alls ekki tæmandi og biðjumst við velvirðingar á því ef einhver gleymist.
Mynd: Dagur Kár er sonur Jóns Kr Gíslasonar fyrrum bakvarðar Keflvíkinga. Jón Kr Gíslason skartar tveimur “Juniorum” í deildinni og heimildir herma að sá þriðji komi til með að feta í sömu spor.



