spot_img
HomeFréttirEngir leikir í dag – Luis Scola stigahæstur

Engir leikir í dag – Luis Scola stigahæstur

Í dag eru engir leikir á dagskrá heimsmeistaramótsins í Tyrklandi. En nú eru liðin að undirbúa sig fyrir 16-liða úrslitin sem hefjast á morgun laugardag.
 
Karfan.is kíkti á hverjir leiða helstu tölfræðiþættina að lokinni riðlakeppni.
 
Stig:
1. Luis Scola Argentína 29.2 stig
2. Kirk Penney Nýja Sjáland 25.4 stig
3. Yi Jianlian Kína 22.5 stig
4. Hamed Haddadi Íran 20.5 stig
5. Kevin Durant Bandaríkin 17.8 stig
 
Fráköst:
1. Yi Jianlian Kína 9.8 fráköst
2. Ersan Ilyasova Tyrkland 9.3 fráköst
3. Hamed Haddadi 8.6 fráköst
4. Zid Abbas Jórdanía 8.4 fráköst
5. Ömeer Asik Tyrkland 8.2 fráköst
 
Stoðsendingar:
1. Marcelo Hueretas Brasilía 6.6 stoðsendingar
2. Pablo Prigioni Argentína 6.4 stoðsendingar
3. Ricky Rubio Spánn 6.2 stoðsendingar
4. Osama Daghles Jordanía 5.6 stoðsendingar
5. Anton Ponkrashov Rússland 5.6 stoðsendinar
 
Stolnir boltar:
1. Sinan Gulere Tyrkland 3.3 stolnir boltar
2. Arsalan Kazemi Íran 2.8 stolnir boltar
3. Ali Mahmoud Líbanon 2.6 stolnir boltar
4. Mouloukou diabate Fílabeinsströndin 2.4 stolnir boltar
5. Sun Yue Kína 2.4 stolnir boltar
 
Varin skot:
1. Mamadou Lamizana Fílabeinsströndin 3.2 varin skot
2. Hamed Haddadi Íran 2.6 varin skot
3. Joel Anthony Kanada 2.2 varin skot
4. Marc Gasol Spánn 2.2 varin skot
5. Salah Mejri Túnis 2.2 varin skot
 
Ljósmynd/ Sinan Guler er hér að finna félaganna undir körfunni. Hann leiðir listann yfir þá leikmenn sem eru duglegastir að stela.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -