spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2021Engir heimaleikir í landsliðsglugga - Liðin spila í búbblum erlendis

Engir heimaleikir í landsliðsglugga – Liðin spila í búbblum erlendis

Karla- og kvenna­landslið Íslands fá enga heima­leiki í undan­keppn­um stór­mót­anna í nóv­em­ber­mánuði eins og til stóð.

Þetta var tilkynnt á heimasíðu FIBA fyrir skemmstu en Alþjóða körfuknatt­leiks­sam­bandið samþykkti í seinasta mánuði að standa að þess­um mót­um á þenn­an hátt vegna út­breiðslu Covid-19, í stað þess að keppa með hefðbundnum hætti heimaleiki og útileiki.

FIBA mun notast við sama form og NBA hefur látið ganga upp, þ.e.a.s. að liðin verði öll saman í vernduðu umhverfi fyrir umheiminum, svokölluðum búbblum.

Kvenna­landsliðið fer til Grikk­lands og karla­landsliðið mun fara til Slóvakíu þar sem öll liðin í viðkom­andi riðlum koma sam­an og leika fyrri um­ferðina á nokkr­um dög­um.

Mynd tekin af heimasíðu FIBA: Uppröðun undankeppnisriðla EM kvenna 2021

Kvenna­landslið Íslands átti að leika við Slóven­íu á heima­velli 12. nóv­em­ber og Búlgaríu á úti­velli 15. nóv­em­ber í undan­keppni EM. Þess í stað fer liðið til Herakli­on í Grikklandi og mæt­ir þar Slóven­um, Búl­gör­um og Grikkj­um dag­ana 8.-15. nóv­em­ber.

Mynd tekin af heimasíðu FIBA: Uppröðun for-undankeppnisriðla HM karla 2023

Karla­landsliðið átti að leika tvo heima­leiki í for­keppni HM 2023, gegn Lúx­em­borg 26. nóv­em­ber og gegn Kósóvó 29. nóv­em­ber. Þess í stað verður farið til Brat­islava og leikið þar gegn Lúx­em­borg, Kósóvó og Slóvakíu dag­ana 23. -29. nóv­em­ber.

Seinni um­ferð riðlanna verður leik­in í fe­brú­ar­mánaði á svipaðan hátt samkvæmt áætl­un FIBA.

Fréttir
- Auglýsing -