spot_img
HomeFréttirEnginn Durant, ekkert vandamál

Enginn Durant, ekkert vandamál

 

Þrír leikir fóru fram í 16 liða úrslitum NBA deildarinnar í nótt. Öll komust heimaliðin í 2-0, en einvígin færast nú á útivelli í næstu tvo leiki. Í Washington var skotbakvörðurinn Bradley Beal drjúgur fyrir sína menn á lokakafla sigurs Wizards á Hawks, þar sem hann skoraði 16 af 31 stigi sínu í lokafjórðungnum.

 

 

Í Houston dugði 50 stiga þrenna Russell Wstbrook Thunder mönnum ekki til sigurs. 50 stig, 10 fráköst og 13 stoðsendingar hans voru fyrsta 50 stiga þrennan sem skoruð hefur verið í úrslitakeppni NBA deildarinnar.

Eftir leik hafði Westbrook þetta að segja um mikilvægi þessarar tölfræðilínu:

 

 

Russ doesn't care about what his stat line was (NSFW)

A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) on

 

Í Oakland sigruðu Warriors menn svo Trail Blazers nokkuð örugglega. Þar sem að góður varnarleikur þeirra hélt Portland í aðeins 33% skotnýtingu í leiknum. Lið Golden State virtist lítið finna fyrir því að í leikmannahóp þeirra vantaði einn besta leikmann deildarinnar, Kevin Durant, sem og rulluspilara þeirra þá Shaun Livingston og Matt Barnes. Ekki er ljóst hvort þeir verði með í þriðja leik liðanna.

Líklega erfitt að eiga við Warriors þegar þeir eru í þessum ham:

 

 

Dame missed from deep. Steph didn't.

A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) on

 

Steph's celebration. _x1f602_

A post shared by Sports Videos (@houseofhighlights) on

 

Úrslit næturinnar

 

Atlanta Hawks 101 – 109 Washington Wizards

Wizards leiða einvígið 2-0

 

Oklahoma City Thunder 111 – 115 Houston Rockets

Rockets leiða seríuna 2-0

 

Portland Trail Blazers 81 – 110 Golden State Warriors

Warriors leiða einvígið 2-0

Fréttir
- Auglýsing -