Franska körfuknattleikssambandið sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem kom fram að franski leikmaðurinn Rudy Gobert myndi ekki leika með landsliðinu á Eurobasket í sumar.
Gobert sem einnig er leikmaður NBA liðsins Utah Jazz meiddist í undanúrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar gegn Golden State Warriors. Það segir í yfirlýsingu að meiðslin hafi spilað inní og eftir viðræður við leikmanninn hafi verið niðurstaða beggja aðila að hann yrði ekki með á Evrópumóti landsliða sem fram fer í Helsinki í September.
Þar með er ljóst að Gobert fær ekki að kljást við Hlyn Bæringsson eða aðra leikmenn íslenska liðsins. En Frakkland leikur með Íslandi, Finnlandi, Slóveníu, Grikklandi og Póllandi í riðli. Gobert er með 11,6 stig og 9,9 fráköst að meðaltali í leik fyrir Utah Jazz í vetur og því ljóst að gríðarlegt skarð er hoggið í lið Frakklands.
Fyrr hafði Nikolas Batum gefið það út að hann yrði ekki með franska landsliðinu auk þess sem Tony Parker lagði landsliðsskónna á hilluna eftir síðustu ólympíuleika. Frakkland sem komst alla leið í undanúrslit síðasta Eurobasket mætir því nokkuð sært til leiks en þeir mæta Íslandi þann 3. september í Helsinki.
@rudygobert27 ne pourra pas jouer cet été pour l'Euro mais il reste un joueur à part entière du #TeamFranceBasket Bon rétablissement Rudy pic.twitter.com/cvHkZH6KHP
— Equipe France Basket (@FRABasketball) May 12, 2017