spot_img
HomeFréttirEngar fjársektir fyrir slagsmálin í WNBA: Bara leikbönn

Engar fjársektir fyrir slagsmálin í WNBA: Bara leikbönn

10:37
{mosimage}

 

(Leikmenn Shcok og Sparks létu hnefana tala og því verður ekki litið framhjá!)

 

Slagsmál brutust út í WNBA deildinni á dögunum og nú hefur Donna Orender forseti WNBA brugðist við með leikbönnum. Engum fjársektum var úthlutað í þessum refsiaðgerðum deildarinnar gegn þeim einstaklingum í liðum Detroit Shock og Los Angeles Sparks sem hlut áttu að máli.

 

Plenette Pierson leikmaður Detroit Shcok fær lengsta leikbannið eða fjögurra leikja bann fyrir að upptök að látunum og taka þátt í stigmögnun þeirra. Aðrir hjá Shcok sem fengu leikbönn eru:

 

Rick Mahorn, tveggja leikja bann

Kara Baxton, einn leikur

Tasha Humphrey, einn leikur

Elaine Powell, einn leikur

Sheri Sam, einn leikur

 

Hjá Sparks fengu eftirfarandi leikbönn:

 

Shannon Bobbitt, tveir leikir, fyrir að fara af bekknum og taka þátt í látunum

Lisa Leslie, einn leikur

DeLisha Milton-Jones, einn leikur

Candace Parker, einn leikur

 

Ekki munu allir leikmenn og/eða þjálfarar liðanna taka út bönninn á sama tíma þar sem kveður á í WNBA reglum að lið verði að geta telft fram 8 leikmönnm á skýrslut í hverjum leik. Því mun hluti taka út bannið strax og aðrir leikmenn síðar. Í yfirlýsingu sinni sagði Donna Orender, forseti WNBA, að hegðun af þessu tagi yrði ekki liðin og því verður athyglisvert að fylgjast með refsiaðgerðum WNBA deildarinnar ef atvik af þessu tagi kemur aftur upp því í þetta fyrsta skipti var engum fjársektum beitt.

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -