spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaEndurkomusigur Vals á Sunnubrautinni

Endurkomusigur Vals á Sunnubrautinni

Valur lagði Keflavík í Blue höllinni í kvöld í fyrsta leik liðanna þetta tímabilið í Bónus deild kvenna, 79-88.

Eftir að Valur hafði leitt á upphafsmínútum leiksins tóku heimakonur völdin og voru komnar með forystuna þegar fyrsti fjórðungur var á enda. Við hana bættu þær hægt og rólega þangað til í upphafi seinni hálfleiksins þær voru komnar 15 stigum yfir. Þá náði Valur að hefja endurkomu sína og voru þær búnar að jafna leikinn í upphafi fjórða leikhlutans.

Undir lokin nær Valur að halda áfram að bæta í og kemst Keflavík ekki inn fyrir 5 stiga markið á lokamínútunum. Niðurstaðan var svo að lokum nokkuð öruggur sigur Vals, 79-88, í kaflaskiptum leik.

Stigahæstar fyrir Val í kvöld voru Reshawna Stone með 28 stig og Dagbjört Dögg Karlsdóttir með 22 stig.

Fyrir Keflavík var Sara Rún Hinriksdóttir atkvæðamest með 37 stig og Anna Lára Vignisdóttir henni næst með 20 stig.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -