spot_img
HomeFréttirEndurkoma Zalgiris dugði til sigurs í framlengingu

Endurkoma Zalgiris dugði til sigurs í framlengingu

Fyrstu umferð átta liða úrslita Euroleague lauk í kvöld með tveimur leikjum. Í Grikklandi var spútniklið vetrarins Zalgiris Kaunas mætt til að mæta Olympiakos. 

 

Þetta var fyrsti leikur Zalgiris í úrslitakeppni Euroleague frá upphafi en leikurinn verður ansi eftirminnilegur í sögunni. Olympiakos var yfir allan leikinn og komst snemma í 23-8 forystu. Litháenarnir komu til baka og náðu að komast yfir. Þeir náðu svo í sigur eftir framlengdan leik 78-87. Brandon Davis var stigahæstur hjá Zalgiris með 21 stig og 8 fráköst. 

 

Núverandi meistarar Fenerbache fengu Baskonia í heimsókn en bæði lið voru sterk eftir áramót. Tyrkirnir réðu lögum og lofum í leiknum og gáfu forystuna aldrei af hendi. Vörn liðsins var mögnuð í fyrri hálfleik, hélt liði Baskonia í 26 í fyrri hálfleik og byrggðu þar með grunninn fyrir sigrinum. Lokastaðan var 82-73. Kostas Sloukas var frábær í leiknum með 10 stig og 11 fráköst en Brad Wanamaker var stigahæstur með 16 stig. 

 

Á morgun fara fram tveir leikir í Euroleague. Panathinikos mætir Real Madrid þar sem grikkirnir eru 1-0 yfir, sá leikur fer fram kl 18:15. Þá verður leikur tvö í moskvueinvíginu CSKA-Khimki kl 17:00. Báðir leikirnir eru í beinni útsendingu á Sport TV. 

 

Helstu tilþrifin úr báðum leikjum má finna hér að neðan:

 

Fréttir
- Auglýsing -