spot_img
HomeFréttirEnduðu í 10. sæti á Evrópumótinu í Skopje

Enduðu í 10. sæti á Evrópumótinu í Skopje

Undir 16 ára drengjalið Íslands lauk leik á Evrópumótinu í Skopje í Makedóníu í dag mað tapi gegn Danmörku í umspili um 9. sæti mótsins.

Leik dagsins tapaði Ísland með minnsta mun mögulegum, 82-83. Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikurinn gífurlega spennandi undir lokin og var íslenska liðið óheppið að ná ekki að tryggja sér sigurinn.

Eftir að hafa byrjað mótið frekar illa, þar sem fyrstu þrír leikirnir töpuðust naumlega hafði íslenska liðið staðið sig gríðarlega vel og unnið síðustu fjóra leiki. Var svo komið að þeir voru komnir í þennan leik um 9. sætið, en þar sem þeir náðu ekki að vinna hann enda þeir í 10. sæti móts þessa árs.

Atkvæðamestur fyrir Ísland í dag var Benóní Andrason með 23 stig og 9 fráköst, 5 stolna bolta, en hann var hreint út sagt magnaður fyrir Ísland á mótinu með 17 stig, 12 fráköst, 3 stoðsendingar og 4 stolna bolta að meðaltali í leik.

Næstur Benóní í framlagi í dag var Almar Jónsson með 8 stig, 4 fráköst, 3 stoðsendingar og þá bætti Setinar Rafnarson við 15 stigum.

Tölfræði leiks

Upptaka af leiknum

Fréttir
- Auglýsing -